Góða ferð!

 
martin_zennie.jpg

Við erum þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að bjóða þér ferðir sem vísa þér leiðina “heim”. Ferðir, sem mun setja mark sitt á líkama þinn, anda og sál og skapa ró og jafnvægi og veita þér enn meiri lífshamingju. Þú munt geta losað þig við gamlan farangur sem líkami og hugur eru betri án og þú tekur þess í stað heim með þér góðar venjur og jákvæðar hugsanir svo þú getir orðið besta útgáfan af sjálfri/sjálfum þér. Við vonum að þú finnir hér á síðunni ferð sem passar þér og geti gefið þér nákvæmlega það sem þú og líkami þinn hafið þörf fyrir. 

ZENNIE & MARTIN BONDE MOGENSEN

Ferðirnar okkar

 

Safakúr í Marrakesh

Einungis í 20 mínútna fjarlægð frá hinum litríku mörkuðum og þröngu götum Medina í hjarta Marrakesh höfum við fundið vin kyrrðar og fergurðar. Sérvalið, 5-stjörnu hótel er útgangspunkturinn í lúxus safadvöl sem er klæðskerasaumuð að þér og stuðlar að hreinsun bæði að innan sem utan. Hér geturðu dekrað við sjálfa(n) þig með því að leyfa þér að taka verðskuldað leyfi þar sem þú byggir upp líkama þinn og ferð mun heilbrigðari, grennri og fegurri heim. En eitt er víst: þú færð gríðarlega umframorku, kraft og úthald og upplifir sjálfa(n) þig algjörlega skýrt.

Orkuhleðsla á Sri Lanka

Dreymir þig um að stimpla þig út og gefa sjálfri þér aukna orku og vellíðan og eiga meira að segja afgangsorku? Farðu með Zen Luxury Travels & Kropinstituttet til Sri Lanka og komdu heim sterkari, heilbrigðari og grennri. Við höfum klæðskerasniðið magnað orkuprógramm fyrir þig í ayurvedísku jóga- og hugleiðsluferðinni okkar. Við sjáum um allt svo þú getur bara hallað þér aftur, horft inná við og algjörlega fókuserað á að verða besta útgáfan af sjálfri/sjálfum þér. Mögulegt er að framlengja ferðinni með ferð um Sri Lanka óskir þú þess.

 

Ferð um Sri Lanka

NYHED

Nýjung

Sri Lanka ævintýrið þitt hefst hér. Sri Lanka er gnægtarbrunnur náttúru- og menningarupplifunar og býður upp á fjölbreytta  náttúru, frá hvítum pálmaströndum til grænna fjalla og regnskóga. Víðs vegar um eyjuna má finna fallegar, gamlar rústir, fjölda þjóðgarða með fílum, öpum og villtum páfuglum, fjölda skjaldbaka og hlébarða og meðfram hringveginum um eyjuna eru dásamlegar sandstrendur sem jafnast á við aðrar ævintýrastrendur í austrinu – sumar jafnvel taldar vera þær fegurstu í heimi. Sri Lanka hefur einfaldlega allt upp á að bjóða og hefur eitthvað fyrir alla.

Sól, spa og sumar í Dubai

Photo by Frederic Prochasson/iStock / Getty Images

Nýjung

Í Dubai er hátt til lofts. Hér færðu það á tilfinninguna að allt sé hægt. Þú getur flogið með þyrlum, farið í loftbelgjasafarí, eyðimerkursafarí, synt með höfrungum, heimsótt hæstu byggingu í heimi og borðað á flottum veitingastöðum. Dubai er borg sem getur látið alla þína drauma rætast. Dubai minnir einna helst á New York við fallegan baðstað þar sem alltaf er sólríkt og yndislega hlýtt. Dubai er hin fullkomna blanda af sól, strönd, flottum sundlaugum, glæsilegum hótelum og endalausum verslunarmöguleikum í hæsta gæðaflokki. 

Nýársdekur á Kragerup Gods

Photo by valentinrussanov/iStock / Getty Images

Nýjung

Óskar þú þér bestu mögulegu byrjun ársins 2018?

Farðu með Martin Bonde Mogensen og félögum í kröftugan nýárssúpukúr og ýttu nýja árinu úr vör með jóga, hugleiðslu, meðferðum og helling af sjálfsdekri. Dreymir þig um fyrsta flokks dekur og úthreinsun?

Farðu þá með Martin Bonde Mogensen og félögum í hollasta nýárskúr lífs þíns.
 

 
 

Fylgstu með okkur hjá Zen Luxury Travels – við deilum með þér nokkrum af bestu augnablikum, ævintýrum og myndum af upplifunum okkar. Fáðu innblástur fyrir ógleymanlega upplifun í sérklassa.