Hin fullkomna drauma-detoxferð

 

Einungis í 20 mínútna fjarlægð frá hinum litríku mörkuðum og þröngu götum Medina í hjarta Marrakesh höfum við fundið vin kyrrðar og fergurðar. Sérvalið, 5-stjörnu hótel er útgangspunkturinn í lúxus safadvöl sem er klæðskerasaumuð að þér og stuðlar að hreinsun bæði að innan sem utan. Hér geturðu dekrað við sjálfa(n) þig með því að leyfa þér að taka verðskuldað leyfi þar sem þú byggir upp líkama þinn og ferð mun heilbrigðari, grennri og fegurri heim. En eitt er víst: þú færð gríðarlega umframorku, kraft og úthald og upplifir sjálfa(n) þig algjörlega skýrt.

 

Innifalið í ferðinni

 • Flugfar báðar leiðir Kaupmannahöfn-Marrakesh. Ferðir til og frá flugvelli.
 • Flug skatter og gjöld
 • Sjö nætur á 5-stjörnu lúxushóteli. Á hótelinu eru óviðjafnanlegir garðar þar sem appelsínutrén umlykja hlykkjótt stígakerfi og vötn með skjaldbökum og skapa algleymisástand kyrrðar og vellíðunar.
 • Fullt fæði með girnilegum, lífrænum, ferskpressuðum grænmetissöfum sem hreinsa líkamann og gefa honum verðskuldað hlé með góðum næringarefnum, vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum. Þú munt upplifa að þú léttist og grennist og húðin verður hreinni og augun skýrari og meira geislandi. Þú munt einnig taka eftir nýrri tilfinningu sem einkennist af ró og vellíðan og finna fyrir ótrúlegri aukaorku.
 • Tvær líkamsmeðferðir á vegum meðferðaraðila Kropsinstituttet. Líttu á meðferðirnar sem eins konar þjónustuskoðun sem leiðir í ljós ástand líkama þíns og segir þér hvar þú getir haft mest áhrif.
 • Tvær hamam-meðferðir í dásamlegu spa sem hreinsa og afeitra líkamann með gufu og skrúbbi.
 • Tvær slökunarnudds-meðferðir sem dekra bæði líkamann og sálina milli safakúrsins og krefjandi líkamsmeðferðanna.
 • Frábær andlitsmeðferð sem byggir undir endurnýjun húðarinnar svo hún glóir af hreinleika. 
 • Notalegt jóga og slökun hvern morgun sem dregur úr streitu og róar og endurnýjar líkama og sál.
 • Líkamsrækt á hverju kvöldi sem byggir á grunnþjálfun Kropsinstituttet og dregur úr einkennum öldrunar og leiðréttir gömul meiðsl og skaða og byggir jafnframt undir hreinsun líkamans.
 • Hvatning og leiðsögn frá einum af meðferðaraðilum Kropsinstituttet sem styður þig og leiðir í gegnum alla meðferðina.
 • Fullt af hreinsandi og nærandi jurtate og allt það vatn sem þú getur drukkið.
 • Ýmis konar viðbótarnæring sem styður við náttúrulega úthreinsun líkamans.
 
 

Um staðinn

Les Deux Tours Hotel

 
 
 

Vinsamlegast fylltu út eyðublaðið á dönsku eða ensku

 

Við erum að sjálfsögðu tryggð hjá ferðatryggingasjóðnum (Rejsegarantifonden).

Fyrir frekari upplýsingar hafið samand við:

Zen Luxury Travels
S. +45 61 16 30 14 eða info@zenluxurytravels.com