Komdu með í magnaða ayurvedíska jóga- og hugleiðsluferð

 

Dreymir þig um að stimpla þig út og gefa sjálfri þér aukna orku og vellíðan og eiga meira að segja afgangsorku? Farðu með Zen Luxury Travels & Kropinstituttet Power Retreat til Sri Lanka og komdu heim sterkari, heilbrigðari og grennri. Við höfum klæðskerasniðið magnað orkuprógramm fyrir þig í ayurvedísku jóga- og hugleiðsluferðinni okkar. Við sjáum um allt svo þú getur bara hallað þér aftur, horft inná við og algjörlega fókuserað á að verða besta útgáfan af sjálfri þér.

 
 

Innifalið í ferðinni

 • Flug fram og til baka Kaupmannahöfn-Columbo
 • Flug skatter og gjöld
 • Einkaíbúð í hinni fallegu og friðsælu Ayurveda Pavillion. Fráær sundlaug og aðeins 250 m á ströndina.
 • Allar máltíðir og drykkir. 100% lífrænt og ayurvedískt. Í beinni þýðingu úr þýðir Ayurveda: Viskan um langt og hamingjuríkt líf. Vegurinn liggur í gegnum mataræði, jóga, hugleiðslu og nuddmeðferðir. Þegar þú borðar ayurvedískt borðar þú í samræmi við líkamsgerð þína, hreinsar út líkamann og byggir hann upp að nýju svo þú myndar jafnvægi, bæði andlega og líkamlega.
 • Daglegt jóga með mögnuðum jóga-gúrú úr héraðinu. 
 • Þrjár 45 mínútna ayurvedískar meðferðir á dag. Hver meðferð byggir á 5000 ára lækningakerfi og er notast við olíunudd, hreinsandi gufuböð og heilandi jurtainnpökkun.
 • Dagleg þjálfun í æfingunni “Tíbetarnir fimm” sem eru fimm einfaldar en ótrúlega kraftmiklar jógaæfingar.
 • Dagleg líkamsrækt sem byggir á grunnþjálfun Kropsinstituttet og dregur úr einkennum öldrunar og leiðréttir gömul meiðsl og skaða.
 • Dagleg hugleiðsla sem kennir þér að hreinsa hugann og slaka á andlega og vera til staðar í núinu.
 • Tvær líkamsmeðferðir á vegum meðferðaraðila Kropsinstituttet. Líttu á meðferðirnar sem eins konar þjónustuskoðun sem leiðir í ljós ástand líkama þíns og segir þér hvar þú getir haft mest áhrif.
 • Dagleg einstaklingsráðgjöf með ayurvedískum lækni sem fylgist með meðferð þinni og framvindu frá upphafi til enda. Ayurvedískur læknir er með sjö ára háskólamenntun.
 • Sjö daga næringarplan fyrir og eftir ferðina svo þú sért vel undirbúin(n) og tilbúin(n) þegar þú lendir.
 • Hvatning og leiðsögn frá einum af meðferðaraðilum Kropsinstituttet sem styður þig og leiðir í gegnum alla meðferðina.
 • Matreiðslunámskeið í ayurvedískri matargerð þar sem þú færð innblástur og góð ráð um hvernig þú getur sjálf(ur) lagað góðan ayurvedískan mat svo þú getir haldið áfram hollustunni þegar heim er komið.
 
 

Einnig er hægt að lengja dvölina í 14 daga.

 
Nú, þegar þú ert komin(n) af stað og hefur þegar greitt fyrir flugmiðann til Sri Lanka, langar þig ef til vill að framlengja ferðina þína með hringferð um Sri Lanka eða dásamlegri dekurferð til Maldíveyja sem eru aðeins í einnar og hálfrar klukkustundar flugfjarlægð. Allt er hægt og ekkert er ómögulegt. Við klæðskerasaumum draumaferðina þína eftir þínum óskum og þörfum.
 
 

Um staðinn

Jetwing Ayurveda pavilions

 
 

Vinsamlegast fylltu út eyðublaðið á dönsku eða ensku

 

Við erum að sjálfsögðu tryggð hjá ferðatryggingasjóðnum (Rejsegarantifonden).

Fyrir frekari upplýsingar hafið samand við:

Zen Luxury Travels
S. +45 61 16 30 14 eða info@zenluxurytravels.com