Upplifðu nýjan heim!

Okkar eigin ferð um Sri Lanka er eitt það stærsta ævintýri sem við höfum boðið upp á til þessa. Þess vegna viljum við einnig gjarnan bjóða þér, sem ert þegar í Ayurvedisku orkuferðinni, í þessa ferð. Eyjan býður upp á svo margar stórkostlegar upplifanir að það er furða að ekki fleiri þekki til þessa lands. Hvort sem þú ert fyrir strandlíf eða vilt njóta menningarinnar eða náttúrunnar, þá finnur þú það á Sri Lanka.

Ferðin er klæðskerasaumuð eftir þínum draumum, óskum og þörfum og þú ert ávallt með þinn eigin bílstjóra um eyjuna. Við hlökkum til að aðstoða þig við að upplifa þá perlu sem Sri Lanka er, hvort sem þú sért þegar komin(n) þangað með okkur í orkuferðina eða þú vilt einfaldlega að við klæðskerasaumum draumaferðina þína.

Átta af merkilegustu stöðunum á Sri Lanka eru skráðir á heimsminjaskrá UNESCO og skal engan undra það. Hafir þú tíma til og langi þig að heimsækja alla þessa átta staði mælum við heldur betur með því. Ferðin nær um allt landið og munt þú upplifa rengskóga, sléttur og hásléttur með teökrum.

Við klæðskerasaumum allt. Viljir þú meiri rólegheit og jafnvel strandlíf þá getum við einnig skipulagt það.

 

Ásamt Maldíveyjum

Ef þú hefur áformað að ferðast til Sri Lanka er upplagt að slá tvær flugur í einu höggi og framlengja ferðina um viku (eða tvær) og bætavið hana ferð til Maldíveyja. Maldíveyjar er lítil paradís og tekur það aðeins eina og hálfa klukkstund að fljúga til eyjaklasans frá Sri Lanka. Flugið kostar í kringum 1.500 DKK (um 25 þúsund ISK) fram og til baka.

 
 

Vinsamlegast fylltu út eyðublaðið á dönsku eða ensku

 

Við erum að sjálfsögðu tryggð hjá ferðatryggingasjóðnum (Rejsegarantifonden).

Fyrir frekari upplýsingar hafið samand við:

Zen Luxury Travels
S. +45 61 16 30 14 eða info@zenluxurytravels.com